top of page

AF:Krít

Við fjármögnum erlend vörukaup og innflutning.

Erlend vörukaup

AF Krít þjónustar ýmsar greinar atvinnulífsins svo sem fyrirtæki í byggingariðnaði, heildsölur, verslanir og fyrirtæki í bíla- og tækjainnflutningi. Við vitum að það getur reynst erfitt fyrir fyrirtæki að fjármagna erlend vörukaup og lausafé er ekki alltaf til staðar.

AF Krít  sér um erlend vörukaup fyrir þitt fyrirtæki. Við greiðum fyrir vöruna til erlends birgja og sjáum um flutning og tollafgreiðslu þegar varan er komin til landsins. Þú færð vöruna afhenta og getur í framhaldi af því afhent þínum endursöluaðila, verkkaupa eða fengið lán hjá fjármálastofnun ef um bíl eða tæki er að ræða.

 

AF Krít býður þér greiðslufrest á vörunni í allt að 60 daga eða eftir nánara samkomulagi.

Warehouse.jpg

Einfalt ferli

1

Erlend vörukaup

Birginn þinn sendir okkur reikning. Við greiðum birgjanum samkvæmt reikningi og flytjum vöruna til landsins.

2

Reikningur

Við gefum út reikning á félagið þitt með kostnaðarverði vörunnar auk álagningar sem samið eru um fyrirfram.

3

Staðfestingargjald

Í flestum tilfellum förum við fram á 10% staðfestingargjald eða aðrar tryggingar.

4

Gjalddagi

Við getum aðlagað gjalddaga reikningsins að þínum þörfum og boðið allt að 60 daga greiðslufrest.

5

Afhending

Við tollafgreiðum vöruna við komu til landsins og afhendum þér vöruna.

Algengar spurningar

Er þjónustan í boði fyrir öll fyrirtæki?

AF Krít áhættumetur hvert og eitt fyrirtæki. Einnig metum við erlendan birgja og tryggjum okkur fyrir því að birginn afhendi vöruna til okkar.

Hvað kostar þjónustan?

Við gerum tilboð í hvern og einn innflutning. Helstu atriði sem hafa áhrif á kostnaðinn eru niðurstaða áhættumats, greiðslutími, upphæð og tegund vöru.

Hvernig sendið þið vöruna til Íslands?

Við sendum vöruna í samráði við þig og með þeim leiðum sem henta þér m.t.t. kostnaðar og hversu fljótt varan þarf að vera komin til landsins. 

Af hverju ættu fyrirtæki að nýta sér ykkar þjónustu?

Við erum stuðningur við erlend vörukaup hjá fyrirtækjum sem þurfa í sérstökum tilfellum á okkur að halda. Það getur verið vegna skorts á lausu fé, árstíðarsveiflu, vegna óvæntrar pöntunar frá viðskiptvinum o.fl. Í einhverjum tilfellum ætti sérfræðikunnátta okkar að gagnast, sérstaklega ef um háar upphæðir er að ræða eða ef verið er að kaupa af nýjum erlendum birgja.

Er lágmark eða hámark sem þið getið fjármagnað?

Lágmarksupphæð er 1.000.000 kr,-

Hámarksupphæð fer eftir áhættumati en getur verið allt að 50.000.000 kr,-

Veit viðskiptavinur minn hver flytur vöruna inn?

Við erum aldrei í sambandi við þinn viðskiptavin og höfum því ekki áhrif á viðskiptasamband ykkar.

Hafðu samband
afkrit@afkrit.is

bottom of page